Villa North


-Glæsilegt hönnunarhús í Lundskógi til leigu

Nýtt háklassa heilsárshús, Villa North – er til leigu í Lundskógi í Fnjóskadal, vinsælustu orlofshúsabyggðinni  á Norðurlandi. Húsið er 140 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum. Gistirými er fyrir 9 manns. 

Þetta er glæsilegt hönnunarhús er í 20 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri um Vaðlaheiðargöng. Langtímaleiga eða leigt að lágmarki þrjár nætur í senn.

Mikið var lagt í hönnun hússins að innan og utan og lóðarinnar í kring. Stórt upplýst bílastæði og hjólhýsaaðstaða, 110 fermetra steypt verönd framan við húsið og meðfram því, að mestu upphituð. Húsið klætt dökku lerki og svartir álgluggar frá gólfi og upp úr. Svart bárujárn á þaki, lýsing í þakskeggi og trjám í nágrenni hússins. 

Fjórir útgangar eru á húsinu, þar af stór rennihurð út á veröndina aftan við hús. Komið er inn í forstofu/fataherbergi. Á vinstri hönd er rennihurð og lítil snyrting. Beint á móti er aðalbaðherbergið – salerni, stór sturta og sérsmíðuð innrétting. Hægt að ganga beint úr baðherberginu út á veröndina baka til. 

Á neðri hæð eru þrjú svefnherbergi á hægri hönd úr forstofunni. Lofthæðin er rúmir 5 metrar þar sem hún er mest. Ljósastýringarkerfi með heimastöð í snertiskjá, einnig myndavéla- og þjófavarnakerfi og má auðveldlega stjórna öllum kerfunum úr farsíma.

Á neðri hæð er rúmgott eldhús á vinstri hönd úr forstofunni, búið besta búnaði – opið inn í glæsilega innréttaða borðstofu og stofu. Úr stofunni er gengið út á veröndina aftan við hús. Þar er niðurgrafinn heitur pottur en úr honum er tilkomumikið útsýni inn Fnjóskadalinn og Fnjóskána. Innst á pallinum er flísalagt þvottahús, búið þvottavél og þurrkara.

Gengið er upp á efri hæðina um stiga úr gangi. Á efri hæð er hjónasvíta, glæsilegt hjónarúm og opinn fataskápur, bekkur og sjónvarp. Til hliðar er lítið rými þar sem m.a. er barnarúm.

Í Lundsskógi er mokstursþjónusta í boði að vetrarlagi, skipulagðir göngustígar liggja um skóginn og örstutt í golfvöll. Þá er um 15 mínútna akstur í sundlaug.